Verkefnin

Á undanförnum árum höfum við verið svo heppin að fá að vinna með skemmtilegu fólki að skemmtilegum og fjölbreyttum verkefnum víða um Snæfellsnesið.

Describe some quality or feature of the company. Write a short paragraph about it and choose an appropriate icon.

Short title

 Stálsmíði

Öll almenn járnsmíðavinna, hvort sem úr svörtu eða ryðfríu stáli.


 Suðumenn með mikla reynslu, tökum að okkur stór og smá verk.


 Rennismíði

Við bjóðum uppá alla almenna rennismíði T.d. skrúfuöxla, rennsli á línuskífum og margt fleira. 


Rennibekkurinn er af gerðinni Harrison Alpha 550S og eru 3 metrar á milli odda.

Glussakerfi

Áralöng sérfræðiþekking á glussakerfum. Tökum að okkur upptektir á glussadælum og glussamótorum eins og Valmet, Poclain og Hagglund.


Í samstarfi við Vökvatæki ehf. erum við þjónustuaðilar Valmet/Black Bruin á Íslandi.

Describe some quality or feature of the company. Write a short paragraph about it and choose an appropriate icon.

Short title

 Slöngusmíði

Við höfum áralanga reynslu af smíði og pressun á glussa- og þvottaslöngum.


Við eigum öll tilheyrandi sérverkfæri ásamt góðu úrvali af slöngufittings, bæði ryðfríu og galvaniseruðu.


Við afgreiðum slöngur hratt og vel á meðan þú bíður.


  • 2víra 1/4" - 1"
  • 3víra 5/8" - 3/4"
  • 4víra 1"


Bátaviðgerðir

Við tökum upp báta allt að 45tonnum með gámalyftara. Gámalyftarinn er af gerðinni Kalmar Contmaster DRS 4531-s5. Erum vel útbúnir með stroffur og herðatré til að taka mjög breiða báta.

Hægt er að fá aðgang að háþrýstidælu til að þrífa bátinn og báturinn getur einnig farið í geymslu við húsið okkar.

 Hátíðnihreinsir

Við bjóðum uppá hátíðinihreinsun fyrir kæla, túrbínur og fleiri vélahluti. Erum með 333 lítra hreinsi sem getur borið allt að 250kg þunga hluti.


Hafðu samband og fáðu tilboð


Describe some quality or feature of the company. Write a short paragraph about it and choose an appropriate icon.

Short title

 Rafvirkja-þjónusta

Alhliða þjónusta á sviði raflagna.

 Lyklasmíði

  • Almenn lyklasmíði
  • Tekur stutta stund
  • Margar tegundir á lager
  • Verð: 750kr fyrir almenna lykla
  • Verð: 1250kr fyrir ASSA öryggislykil


 Litablöndun / málning

Við seljum allar helstu málningarvörur frá Slippfélaginu ásamt völdum vörum frá Málningu og Tikkurila.

Við getum blandað alla regnbogansliti fyrir þig!

Komdu og nældu þér í nýjustu litaspjöldin frá slippfélaginu eða jafnvel litaprufu.

Endilega hafið samband ef þið viljið fá tilboð í málningu.

Myndir af verkefnum

Share by: