436-6500
fonix@fonix.is
Fislétt tveggja handa greinaklippa
Fiskars PowerGear™ L31 greinaklippan er nett og handhæg tveggja handa greinaklippa en þrátt fyrir stærðina er hún með mikla klippigetu (allt að 35mm greinar). Handföngin eru gerð úr níðsterku en fisléttu FiberComp™ trefjaplasti, með stömum og mjúkum SoftGrip™ gripflötum.
Eins og aðrar klippur úr PowerGear™ fjölskyldunni, þá er L31 greinaklippan með PowerGear tannbúnaði til að létta notandanum klippinguna. Með tannbúnaðinum allt að þrefaldast afl notandans í klippinguna.
Klippan er með mótskærum, þ.e. með einu beittu blaði sem klippir með því að leggjast á móti breiðum trefjaplastfleti sem myndar mótstykki skærana. Efra blað klippana er gert úr hertu hágæða karbónstáli, sem auðvelt er að brýna og heldur biti lengi. Að auki eru blaðið húðað með PTFE plastefni sem gerir það viðnámsminna en ella og því þarf minna afl frá notanda til að yfirvinna núningsmótstöðu þegar það rennur í gegnum viðinn sem verið er að klippa.
L31 PowerGear™ greinaklippan hentar vel til að klippa harðan og þurran (gamlan) við, eins og aðrar greinaklippur með mótskærum.
Smiðjan Fönix ehf
Smiðjugötu 6
360 Hellissandi
Sími: 436-6500
Kennitala: 660906-0100
Netfang: fonix@fonix.is
A
Opnunartími
Mánudaga til fimmtudaga frá 08:00 til 17:00
Föstudaga frá 08:00 til 16:00
Laugardaga frá 10:00 til 14:00
Neyðarsími utan opnunartíma: 846-8595